Sálfélagsleg vinnuvernd

Sálfélagsleg vinnuvernd

Skv. vinnuverndarlöggjöfinni ber fyrirtækjum að gera sálfélagslegt áhættumat. Ráðgjafar Hugarheims nota sálfélagslegt mat sem samþykkt hefur verið af Vinnueftirliti ríkisins. Matið er auðvelt í notkun og ónafngreinanlegt. Með því fæst mæling á streitu og mat á líðan starfsmanna og skimun fyrir depurð, kvíða og kulnun. Einnig er gert mat á tíðni óviðeigandi hegðunar, einelti og kynbundnu áreiti. Fræðsla er veitt um tilgang áhættumats og úrvinnslu þess. Veitt er ráðgjöf um eftirfylgni og aðstoð við hana eftir því sem er óskað.

Viltu vita meira?