Ofurkonan

Ofurkonan sem aldrei var til.

Ofurkonan er hugtak sem að samfélagið hefur notað og sérstaklega konur. Ofurkonan átti að vera kona sem gæti allt. Hún átti að geta skapað frama á vinnumarkaðnum, skapa frama heima, skapa frama sem mamma, eiginkona, vinkona og fyrirmynd alls staðar. 

Allir eru sammála um að það er erfitt að ná því að vera ofurkona en samt setjum við ekki mælanlegan árangur á okkur nema að við séum ofurkona. 

Orkan sem í okkur býr fer að oft í að eyða henni í að vera ofur…. Til þess að búa til ofurkonuna sem við erum búin að segja okkur sjálf að þurfi að vera til svo að við getum uppfyllt mælanlegan árangur sem er svo þrátt fyrir allt einungis óskráð og óáþreifanlegur mælikvarði. Orkan sem við eigum og höfum er svo mikilvæg og ekki síður mikilvægt að nýta hana sem best til þess að vera í flæði því þá getum við valið hvað það er sem við viljum gera, en erum ekki að hlaupa upp hin svokallaða ofurstiga velgengninnar sem var aldrei til.

Ofurkonan er þreytt hún er þreytt á því að hlaupa ofurstigann en veit ekki hvernig hún eigi að hætta að hlaupa. Það krefst hugrekkis að ákveða að stíga út fyrir þennan ramma og fara að gera annað og standa með sjálfum sér, hugrekkis sem þarf að taka og vera sáttur með. En hvernig veit maður að það sé best að segja upp ofurkonunni. Þá er mikilvægt að spyrja sig hvað er það sem maður vill í lífinu sínu reyna eftir bestu getu að fylgja þeirri sannfæringu og þegar að efasemdirnar um að maður sé ekki nóg eða þessi ofurkona. Þá klappa sér á öxlina og segja ég er að ná að stjórna mér sjálf og það er stórkostlegt að geta. 

Við hjá Hugarheim segjum að ofurkonan var aldrei til hún var bara í plati ímynd sem allir héldu að ef þeir myndu verða ofurkonan þá fælist hamingjan þar. Ofurkonan er að vera ofurkona í sínu lífi gera það sem gleður mann og veitir manni næringu andlega og líkamlega. Ofurkonan felst í því að ná að stoppa stigann ósýnilega fara að meta hluti sem maður er að gera og hrósa sjálfum sér fyrir góðan árangur í lífinu ekki vera að stjórnast af því sem að samfélagið segir að þú eigir að vera. Heldur einbeita sér að því að nýta orkuna sína í það að gera ofurkonuna í sínu eigin lífi. Lífinu sem manni langar að lifa. Lífið er sko sannarlega fallegt en það er ekki fullkomið. 

Við getum endalaust komið með hugmyndir um hvað ofurkonan sé en lykilinn felst í því að vera sín eigin ofurkona.