Um fyrirtækið

Hugarheimur er ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í fjölbreyttri og þverfaglegri þjónustu til fyrirtækja og einstaklinga á sviði mannauðs- sálfræði og lögfræðiráðgjafar. Áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð, heiðarleika og traust í samskiptum og eru þarfir viðskiptavina hafðar í fyrirrúmi. Við byggjum starf okkar á gildunum hugrekki, heilsa og hamingja sem vísar að við brennum fyrir því að styðja einstaklinga til að ná bættri heilsu og vellíðan.

Hugarheimur ehf. var stofnað í nóvember 2019 af Ragnheiði Guðfinnu Guðnadóttur, vinnusálfræðingi, Elínu Kristínu Guðmundsdóttur, viðskiptafræðingi og MS í Mannauðsstjórnun og Elínu Blöndal, LL.M. lögfræðingi, MS í mannauðsstjórnun og markþjálfa.

Hittu teymið

Elín Blöndal

Elín er lögfræðingur, Cand. Jur. frá Háskóla Íslands, LL.M frá Háskólanum í Leiden og MS í
mannauðsstjórnun frá HÍ. Hún hefur jafnframt lokið framhaldsnámi í markþjálfun hjá
Profectus. Þverfagleg þekking og reynsla Elínar reynist vel við lausn flókinna vandamála hjá fyrirtækjum og einstaklingum. Hún hefur viðamikla reynslu sem stjórnandi, stjórnendaráðgjafi og lögfræðingur hér á landi og á alþjóðavettvangi. Hún hefur setið í Félagsdómi f.h. BHM og er í hópi aðstoðarsáttasemjara hjá embætti Ríkissáttasemjara. Sérsvið Elínar eru stjórnun mannauðs og starfsmannamála, starfsþróun, vinnuréttur/opinber starfsmannaréttur (þ.m.t. kjarasamningar), vinnuvernd, félagsleg réttindi og stjórnsýsluréttur og hefur hún kennt þessi fög við þrjá háskóla. Auk þess er hún höfundur fjölmargra rita og greina á sviði vinnuréttar, vinnumarkaðsfræða og félagslegra réttinda sem birst hafa á innlendum og erlendum vettvangi, s.s. ritsins  Labour Law and labour relations in Iceland (Kluwer, 3. útg. 2019). Við ráðgjafarstörf hefur hún haldið fyrirlestra og námskeið, veitt stjórnendaráðgjöf, handleiðslu og mannauðsráðgjöf auk þess sem hún hefur unnið með markþjálfun og streituráðgjöf.

Hafðu samband við Elínu með því að senda henni tölvupóst á  elinblondal@hugarheimur.is

Ragnheiður Guðfinna

Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir er með meistaragráðu í Félags- og vinnusálfræði. Ragnheiður hefur unnið sem ráðgjafi og handleiðari frá árinu 2010. Hún starfar nú sem sérfræðingur í sálfélagslegri vinnuvernd og ráðgjafi fyrir stjórnendur þegar kemur að huglægum- og félagslegum áhættuþáttum innan vinnustaða.   Ragnheiður Guðfinna hefur getið sér orðspor sem frábær fyrirlesari og leggur hún áherslu á fræðslu um streitu, kulnun, samskiptastreitu og tilfinningagreind stjórnenda. Ragnheiður Guðfinna starfar jafnframt sem ráðgjafi og leiðbeinir einstaklingum varðandi heilbrigði hugar og líkama. Hún vinnur mikið með það hvernig einstaklingar geta bætt heilsu sína með því að taka ábyrgð á eigin líðan og hegðun.

Hafðu samband við Ragnheiði með því að senda henni tölvupóst á ragnheidur@hugarheimur.is

Inga Þórisdóttir

Inga Þórisdóttir er stjórnendamarkþjálfi og viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Bifröst og vottaður NLP MasterCoach markþjálfi. Inga lauk diplómanámi í Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun frá EHÍ vorið 2019, auk þess sem hún hefur sótt mikinn fjölda námskeiða hérlendis og erlendis sem snúa að markþjálfun, samskiptum, og samtals- og samskiptatækni.

Inga hefur yfir tuttugu ára reynslu af störfum innan fjármálageirans og hefur verið stjórnandi í rúm tíu ár. Í störfum sínum hefur Inga lagt áherslu á að byggja upp sálrænt öryggi á vinnustaðnum sem grundvöll þess að einstaklingar og hópar nái árangri. Sérsvið Ingu byggir á reynslu hennar í því sem snýr að bættum samskiptum á vinnustað og uppbyggingu á sálrænu öryggi, auk mikilvægis þess að eiga góð samtöl með áherslu á heiðarlega endurgjöf og nýtingu styrkleika. 

Inga veitir stjórnendum stuðning og þjálfun til að leggja áherslu á jafnvægi vinnu og einkalífs og að það sé útgangspunktur þess að ná megi varanlegum árangri. 

Hafðu samband við Ingu með því að senda henni tölvupóst á inga@isl.is