Um fyrirtækið

Hugarheimur er ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í fjölbreyttri og þverfaglegri þjónustu til fyrirtækja og einstaklinga á sviði vinnusálfræði. Áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð, heiðarleika og traust í samskiptum og eru þarfir viðskiptavina hafðar í fyrirrúmi. Við byggjum starf okkar á gildunum hugrekki, heilsa og hamingja sem vísar að við brennum fyrir því að styðja einstaklinga til að ná bættri heilsu og vellíðan.

Hugarheimur ehf. var stofnað í nóvember 2019 af Ragnheiði Guðfinnu Guðnadóttur, vinnusálfræðingi.

Hittu teymið

Ragnheiður Guðfinna

Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir er með meistaragráðu í Félags- og vinnusálfræði. Ragnheiður hefur unnið sem ráðgjafi og handleiðari frá árinu 2010. Hún starfar nú sem sérfræðingur í sálfélagslegri vinnuvernd og ráðgjafi fyrir stjórnendur þegar kemur að huglægum- og félagslegum áhættuþáttum innan vinnustaða.   Ragnheiður Guðfinna hefur getið sér orðspor sem frábær fyrirlesari og leggur hún áherslu á fræðslu um streitu, kulnun, samskiptastreitu og tilfinningagreind stjórnenda. Ragnheiður Guðfinna starfar jafnframt sem ráðgjafi og leiðbeinir einstaklingum varðandi heilbrigði hugar og líkama. Hún vinnur mikið með það hvernig einstaklingar geta bætt heilsu sína með því að taka ábyrgð á eigin líðan og hegðun.

Hafðu samband við Ragnheiði með því að senda henni tölvupóst á [email protected]