Samspil vinnu og einkalífs- áhrif snjalltækja. Ofurkonan

Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir Ms í félags og- vinnusálfræðingur og Elín Kristín Guðmundsdóttir Ms mannauðsstjórnun starfa sem ráðgjafar hjá Hugarheimi. 

Snjalltækin eru alltaf að verða stærri þátttakandi í lífi okkar við förum allt með símann, ipadinn og tölvuna. Alltaf erum við tengd við netið en erum við tengd við okkur sjálf?  Að lifa í nútíma samfélagi með allar þessar áskoranir um hvernig við eigum að hegða okkur tala saman og tölum nú ekki um pressuna frá okkur sjálfum um einhverja sjálfskapa ímynd sem við lesum um á samfélagsmiðlum. Hefur áhrif á okkar eigin sjálfsmynd sem er orðin neikvæð af því við höldum að við eigum alltaf að vera svona vegna þess að samfélagsmiðlarnir eru að segja okkur hvernig við eigum að vera og hvernig okkur eigi að líða.  Fyrirtækin gera orðið meiri kröfur á að starfsmenn séu alltaf til staðar þrátt fyrir að vinnudagurinn sé liðinn þetta er ákveðið áhyggjuefni sem við viljum hafa áhrif á með því að leiðbeina fólki og fyrirtækjum hvernig hægt sé að mæta þessum nýju áskorunum. 

Tæknistreita 

Hugarheimur fær til sín reglulega einstaklinga í viðtöl þar sem hluti af streitu fólks er tæknivæðingin sem er farin að stjórna lífi okkar einnig ráðleggjum við fyrirtækjum hvernig eigi að setja mörkin vegna tæknistreitu á vinnustað. Við erum ekki lengur við sjálf með okkar eigin gildi og viðmið til lífsins heldur látum við samfélagsmiðla segja okkur hvernig okkur eigi að líða, hvað við eigum að vera að gera til að fylla upp í þetta gat sem heitir hversdagsleikinn. Þetta segja Ragnheiður Guðfinna vinnusálfræðingur og Elín Kristín mannauðsráðgjafi. Við notum orðið tæknistreita þegar við ræðum um streitu sem tengist samfélagsmiðlum og snjallsímavæðingu við erum nánast aldrei lengur í fríi frá vinnunni því mörkin milli vinnu og einkalífs eru alltaf að verða minni og minni við gefum stanslaust færi á okkur í gegnum símann, tölvupósta og íslenskt samfélag gerir miklar kröfur á að starfsfólk sé alltaf til staðar sama hvaða tími dagsins er. 

Fyrirtæki vilja viðhafa jákvæða vinnustaðamenningu á vinnustað sínum og að starfsmenn upplifi ekki of mikið álag vegna snjall símavæðingarinnar. Nágrannaþjóðir okkar ein og Sósíalíski þjóðarflokkurinn í Danmörku vill að réttur fólks verði tryggður í vinnulöggjöfinni um að fólk eigi rétt á sínum frítíma og þurfa ekki að láta ná í sig og lesa tölvupóst utan vinnutíma verður tryggður í vinnulöggjöfinni þar sem aukning hefur orðið í álagi vegna snjallsímavæðingarinnar og vill Sósíalíski þjóðarflokkurinn hafa áhrif á þessa þróun með vinnulöggjöfinni. Einstaklingar koma til okkar og tala um álagið sem fylgir því að vera stöðugt á staðnum í vinnunni og hafa lítinn tíma þar sem hægt er að einbeita sér af fjölskyldunni. Það eru færri sem vilja fjalla um hver áhrif tæknivæðingarinnar er farin að hafa á einstaklinga og sé streituvaldur og mögulega hamlandi á daglegt líf fólks. Algengt er að fólk spyrji hvað get ég gert til þess að minnka álag af snjallsímanum? Án þess þó að það viðurkenni fyrir samstarfsmönnum að stöðugt áreiti er farið að hafa neikvæð áhrif á heilsutengda líðan og eini staðurinn sem maður er ekki tengdur er í heita pottinum. Það er hægt að flokka snjallsímavæðinguna í tvennt. Þar sem hlutverkið er skýrt annars vegar þar sem stöðugar kröfur eru frá vinnuveitanda að starfsmenn svari tölvupóstum og símum fyrir utan hefðbundins vinnutíma og svo áhrif samfélagsmiðla á ímynd okkar. 

Við höfum gefið einstaklingum ráð svo sem að slökkva á 4G, setja sér mörk hvenær farið er á samfélagsmiðla og segja við fólk það er allt í lagi þó þú svarir ekki tölvupósti á kvöldin eða um helgar. Þú átt rétt á þínu einkalífi og hvíldartíma. Það er mjög áhugavert þegar einstaklingar koma svo aftur til okkar í viðtöl þá er það fyrsta sem viðkomandi segir vá hvað mér líður vel að hafa losnað undan þessum samfélagsmiðlum ég fæ ekki einungis meiri tíma heldur er hausinn á mér ekki stanslaust á fullu. Þá brosir maður og segir það er ótrúlegt hvað svona lítil leiðsögn getur haft áhrif á líðan einstaklinga. En við viljum samt alltaf setja ábyrgðina í hendur einstaklingins sjálfs því það er lítið gagn að koma til okkar og fá ráðleggingar ef viðkomandi einstaklingur er ekki tilbúin að breyta til og gera öðruvísi. 

Það krefst sjálfsaga að neita sér um eitthvað sem maður áður var jafnvel orðin hömlulaus gagnvart. Það getur verið krefjandi að setja sér sjálfum mörk hvað þá öðrum og í nútíma samfélagi virðist eins og mörkin á milli vinnu og einkalífs séu ekki alltaf skýr þetta er ákveðið áhyggjuefni sem að við erum að horfa á. 

Það er ekki einungis einstaklingurinn sem þarf að bregðast við þessu heldur einnig fyrirtækin þau þurfa að ákveða hvaða skilaboð þau vilja gefa til starfsmanna um hvort að krafa sé um að starfsmenn þurfi að vera til staðar fyrir utan hefðbundin vinnutíma. Þarna teljum við að fyrirtæki geti lagt skýrar línur í fyrirtækjamenningunni að hún einkennist ekki að því að fólk eigi alltaf að vera til staðar og ef þeir svara ekki tölvupóstum 24/7 þá sé það vegna þess að viðkomandi sé ekki að standa sig nægjanlega vel í vinnunni. Við ráðleggjum fyrirtækjum hvernig hægt sé að mæta þessari þróun þeir einstaklingar sem vinna undir slíkum skilaboðum eru undir miklu álagi frá vinnuveitanda og höfum við séð þess dæmi að fólk er farið að upplifa mikil streitu og álagseinkenni þar sem að starfsmenn hafa áhyggjur af því að ef þeir gefi ekki færi á sér alltaf þá muni þeir jafnvel ekki halda vinnu þetta er ekki góð þróun. Það eru samt fullt af fyrirtækjum sem eru með góða mannauðsstefnu og taka mið af þessari tæknivæðingu og segja hreinlega við starfsmenn þegar þið eruð ekki í vinnunni þá þurfið þið ekki að vera að svara tölvupóstum tengdri vinnunni og vilja að starfsmenn séu ekki með tölvupóstinn sinn í símanum þetta viljum við sjá meira af hjá fyrirtækjum. Stjórnandi er mikilvægur leiðtogi og þátttakandi í að móta stefnu og hafa áhrif á síaukið álag frá samfélagsmiðlum og körfum um að vera stöðugt í vinnunni.  Stjórnendur sem við höfum unnið með hafa margir hverjir markað sér þá stefnu að senda ekki út tölvupósta eftir klukkan 17 á daginn til þess að sýna gott fordæmi. Það má ekki gleyma því hvað tæknivæðingin hefur líka einfaldað líf okkar á þann hátt að við getum stjórnað tíma okkar betur í vinnunni og sveigjanleiki hefur aukist sérstaklega til barnafólks sem oft á tíðum eru með veik börn og þurfa að skreppa frá til læknis eða framvegis. Slík jákvæð áhrif tæknivæðingarinnar hefur leitt til þess að starfsmenn og stjórnendur geta komið frekar til móts við sveigjanleika á vinnustaðnum. Það kemur líka sterklega í ljós að vandinn er ekki bara hjá fyrirtækinu eða einstaklingum heldur er vandinn samfélagið sjálft sem er alltaf að senda skilaboð um að við eigum að gefa stöðugt færi á okkur og setja inn myndir og fyrirsagnir um að við séum að lifa hinu fullkomna lífi sem svo aldrei verður því engin er fullkomin eða á fullkomið líf.

Einstaklingar eru margir háðir því að vera í stöðugu sambandi á samfélagsmiðlum og geta ekki fundið frið og ró í huga sér án þess að vera með símann á lofti fram að svefntíma og ganga margir svo langt að fara með símann inn í svefnherbergi og það síðasta sem þeir horfa á áður en farið er að sofa þarna sjáum við ákveðin hættumerki. 

Hinn hópurinn eru einstaklingar sem eru mjög samviskusamir í vinnu og gegna oft ábyrgðarstöðum þar sem mikil krafa er gerð um að viðkomandi sé alltaf til staðar.  Þarna er ákveðin áhættuhópur á ferð þar sem einstaklingar ná ekki hvíld frá vinnutíma og eru farnir að upplifa slæm streitueinkenni vegna vinnunnar þetta er ákveðin hegðun sem á sér stað hjá fólki sem er ekki endilega lærð heldur þróast með auknu álagi frá fyrirtækjum og áhrif tæknivæðingar. 

Íslendingar eru mjög framalega þegar kemur að nýjungum varðandi tækni og snjallsíma notkun því er auðvelt að hafa áhrif á einstaklinga í gegnum þessar nýjungar. Við sjálfar erum ekki undanskyldar því að finna fyrir áhrifum samfélagsmiðla og það að geta kúplað sig frá er átak oft á tíðum en við verðum að vera góð fyrirmynd fyrir okkur sjálf og börnin okkar því erum við duglegar að minna hvor aðra á mikilvægi þess að lifa streitu minna lífi það er samt öllum lífsnauðsynlegt að hafa smá streitu þetta er spurning um að við stjórnum streitunni ekki að streitan stjórni okkur eða samfélagsmiðlar. Það er svo einkennilegt í samfélaginu okkar að það er einkenni þess að vera duglegur ef maður hefur yfirfullt vatnsglas allan ársins hring, mælikvarði einstaklinga er sá að vera hamingjusamur sé þegar við náum ekki að staldra við og njóta þess sem við erum að  gera í dag heldur það næsta sem við erum að fara að gera. Þetta finnst okkur vera sérstök skilaboð frá samfélaginu meðan við erum að sjá gríðarlega aukningu í því að einstaklingar eru tímabundið frá vinnu vegna álags í starfi og einkalífi. Við leggjum ríka áherslu á að fræða einstaklinga og fyrirtæki um mikilvægi þess að einfalda hlutina hafa skýr mörk milli vinnu og einkalífs, auka gæði samverustunda með fjölskyldu og vinum, hreyfa sig reglulega og borða hollan mat. Að minnka álag á sjálfan sig er áskorun og maður þarf að vera meðvitaður um þau skref sem maður vill taka og fylgja þeim vel eftir. Því er ráðgjöf og stuðningur mikilvægur þegar við viljum fara á stað í slíkar breytingar. Reynsla okkar er sú að fólk sem tekur ákvörðun um að stjórna áhrifa samfélagsmiðla og áreitis verða undantekningar laust sáttari með sjálfan sig og afköst aukast bæði í vinnu og einkalífi og hamingja eykst.

Skilaboðin eru allsstaðar þau sömu hafa vatnsglasið alltaf yfirfullt börnin eiga að vera framúrskarandi á öllum sviðum og heimilið á að vera fullkomið líka. Samfélagsmiðlar kalla hreinlega á þessa þætti í nútímasamfélagi engin má vera að neinu í dag en samt eiga allir að vera að njóta. Að njóta er mælikvarði sem er oft orðin af því hversu mikið við höfum að gera og hverju við náum að koma út í samfélagið. Auðvitað er gaman að skoða samfélagmiðlana og samgleðjast öðrum þegar vel gengur en það gleymist oft að undir niðri leynast oft á tíðum margvíslegir erfiðleikar. 

Það að vakna alla daga jákvæður og halda því út allan daginn getur oft reynst erfitt og þarf maður þá stöðugt að vera að minna sig á að vera jákvæður. Það er svo margt sem getur haft áhrif á líðan manns og ef maður er undir miklu álagi þá er hugurinn fljótur að finna neikvæðar hliðar lífsins. 

Álag, streita, kvíði og kulnun 

Er alltaf að aukast í samfélaginu þar sem brottfall fólks frá vinnustað hefur aukist mikið. Stéttarfélög hafa ekki orðið undanskilin því að finna fyrir aukningu á fjarveru frá vinnustað til skamms eða langs tíma vegna álags og fólk á erfiðara með að koma aftur til starfa í gamla starfið sitt vegna þess að það treystir sér ekki aftur inn á vinnustaðinn. Hugarheimur vilja bæði geta stutt við einstaklinga sem þurfa að fara frá vinnu tímabundið vegna sálfélagslegar þátta ekki síður viljum við veita stuðning til fyrirtækja um hvernig aðstoða eigi starfsmanninn að koma aftur til vinnu. Þarna skiptir fræðsla miklu máli að bæði fyrirtækið og starfsmenn fái fræðslu um þessa álagsþætti til þess að geta búið sig undir að taka á móti starfsmanninum aftur til vinnu. Stærsta hindrun einstaklings sem er komin með sjúkleg streitueinkenni eru mögulega oft hans eigin fordómar gagnvart ástandinu því viðkomandi einstaklingur hefur alltaf farið á hörkunni í gegnum lífið og veit oft á tíðum ekki hvernig eigi að vinna sig úr þessum aðstæðum. Við setjum á stað ákveðið ferli þar sem viðkomandi einstaklingur fer í handleiðsluviðtöl sem unnin eru eftir þörf einstaklingsins til þess að komast út í samfélagið aftur á ný.  Það er mjög mikilvægt að einstaklingar sem eru greindir með sjúklega streitu komist sem fljótt og örugglega aftur út í samfélagið. Einstaklingurinn þarf að fara í gegnum stundum mikla vinnu og þarf að endurskoða hluti í lífi sínu sem hafa einkennst af miklum hraða í langan tíma. Við segjum við fólk þetta er langhlaup með mörgum hindrunum og áskorunum á leiðinni en með réttri hugarfari og markvissri vinnu þá kemur einstaklingurinn sterkari út í samfélagið. 

Einkenni streitu

Líkamleg: örmögnunartilfinning fyrir daginn, höfuðverkur, bakverkir, erfitt með svefn og matarvenjur breytast.

Andleg: tilfinningu að mistakast og efast um sjálfan sig, finnast maður vera fastur, andleg flatneskja, neikvætt viðhorf og sú tilfinning að koma litlu í verk.

Hegðun: fría sig ábyrgðar, einangrun, fresta meiru en venjulega, taka pirringinn út á öðrum, fjarvistir eða óstundvísi og neyta áfengis, fíkniefna eða matar. 

Reynsla okkar er sú að einstaklingur sem nær að vinna sig í gegnum þetta tímabil verða sáttari með sjálfan sig en brekkan getur verið löng. Fyrirtækin hafa stóru hlutverki að gegna í því að styðja við einstaklinginn sem er tímabundið frá vegna vinnu. Þar skiptir miklu máli að fyrirtækið og meðferðaraðilinn eins og Hugarheimur eigi í góðum samskiptum við stjórnanda fyrirtækisins þar sem starfsmaður starfar hjá og fái upplýsingar um líðan viðkomandi og ráðgjöf til þess að geta komið á móts við starfsmanninn þegar hann kemur aftur til starfa. Samvinna fyrirtækja og einstaklingsins ásamt ráðgjöf getur haft mikil áhrif hversu lengi viðkomandi er frá vinnu og hvernig einstaklingurinn upplifir endurkomu sína aftur til baka á vinnustaðinn. Hugarheimur vilja fá að koma fyrr að því að greina vandamál sem geta átt sér stað á vinnustaðnum og komið með ráðgjöf og lausnir til þess að styðja við fyrirtækið, starfsemi þessi og starfsmenn.

– Elín Kristín Guðmundsdóttir MS Mannauðsstjórnun