Námskeið og fræðsla

Dæmi af fyrirlestrum sem Hugarheimur hefur upp á að bjóða og gæti hentað þínu fyriræki/stofnun. Einnig aðlögum við fræðslu að óskum þíns vinnustaðar.

Streita og Kulnun. 

Fjallað um streitu og kulnun hvernig við getum lesið í okkar eigin streitu brugðist við henni og þekkt leiðir til þess að grípa til áður en að streitan verður of mikil, mikilvægi þess að við getum lært aðferðir til að bregðast við innri aðstæðum sem er oft það eina sem við getum stjórnað í starfi. 

Starfsánægja og fyrirtækjamenning.

Fjallað er um mikilvægi þess að starfsmenn upplifi sig ánægða í starfi og hverjir bera ábyrgð á fyrirtækjamenningunni á vinnustað út frá þeim gildum sem fyrirtækið hefur. Er hægt að auka ánægju starfsmanna með skilvirkri endurgjöf, starfsþróun og dreifingu valds starfsmanna. Hvaða leiðir eru heppilegar til að auka starfsánægju á vinnustað. 

Samskipti á vinnustað.  

Fræðsla þar sem  farið er yfir samskipti á vinnustað og fyrirtækjamenningu hvernig getum við haft áhrif á fyrirtækjamenninguna og þar sem jákvæð samskipti eru viðhöfð. Hver er okkar ábyrgð í samskiptum viðbrögð og viðbragsleysi.  Hvernig getum við átt í uppbyggilegum og góðum samskiptum og speglað okkar líðan, hegðun og hugsun. Hvar liggja mínar styrkleikar og hvernig get ég nýtt þá í góðum samskiptum og hverjir eru veikleikar mínir.  

Stjórnun sérfræðinga í jafningjasamfélagi.

Með tilliti til sérstöðu sérfræðinga/þekkingarstarfsmanna. Fjallað m.a. um starfsánægju, hvatningu,  áhættuþætti gagnvart streitu og kulnun og jafnframt um æskilega stjórnunarhætti við sérfræðinga-/jafningjastjórnun. 

Meðferð erfiðra veikindamála, viðbrögð, ferlar og úrlausn.

Fjallað um viðbrögð stjórnenda þegar erfið veikindamál koma upp, einkum með tilliti til veikinda vegna streitu og kulnunar. Mikilvægt er að viðbrögð við slíkum málum séu skýr og markviss og er fjallað um ferlið, allt frá því að veikindi koma upp og starfsmaður þarf að fara í veikindaleyfi að hluta eða öllu leyti og þar til hann eftir atvikum kemur til baka til vinnu.

Samskipti á vinnustað fyrir stjórnendur sérsniðin 

Fyrirlestur þar sem áhersla lögð á hvernig stjórnendur geta verið fyrirmyndir um heilsueflandi stjórnun og hvaða forvarnir eru mikilvægar fyrir stjórnendur að þekkja einkenni til að greina streitu og kulnun með snemminngripi.  Hver ber ábyrgðina á streitu eða kulnun er þetta sambland af vinnu og einkalífi. Jákvæð sálfræði hvernig er hægt að efla líðan starfsmanna í gegnum vinnuna.

Áhrif styttingu vinnuvikunnar áskorun fyrir stjórnendur. 

Námskeið sem farið er í hvernig best sé að mæta þessum breyttu áherslum á vinnumarkaðnum með lífskjarasamningnum sem er tæki og tól fyrirtækja til þess minnka álag á vinnustaðnum og fyrirbyggja streitu og álag. Innleiðing þessara nýju samninga og áhrif á breytt umhverfi bæði fyrirtækja, stofnanna, samfélagsins og einstaklinga.

Áskorun fyrir stjórnendur að styðja styttinguna en líka í að fá starfsfólk til þess að bera sjálft ábyrgð á að nýta sér það. Vinnumarkaður, starfsmenn og stjórnendur að máta sig inn í nýtt hlutverk sem komið er til að vera. 

Orkustjórnun, starfsánægja, samskipti  og framleiðni

Fyrirlestur um áhrif starfsánægju á vinnustað þar sem fjallað er um mikilvægi að við séum ánægð í starfi þá eykst framleiði til fyrirtækisins og líka okkar eigin framleiðni. Starfsánægja á vinnustað er mikilvæg til að fyrirbyggja streitu og kulnun. Dagleg orkustjórnun og samskipti á vinnustað leiðir til betri líðan og starfsánægja eykst og starfsmenn verða tryggari fyrirtækinu.