Sálfélagsleg vinnuvernd
Skv. vinnuverndarlöggjöfinni ber fyrirtækjum að gera sálfélagslegt áhættumat. Ráðgjafar Hugarheims nota sálfélagslegt mat sem samþykkt hefur verið af Vinnueftirliti ríkisins. Matið er auðvelt í notkun og ónafngreinanlegt. Með því fæst mæling á streitu og mat á líðan starfsmanna og skimun fyrir depurð, kvíða og kulnun. Einnig er gert mat á tíðni óviðeigandi hegðunar, einelti og kynbundnu áreiti. Fræðsla er veitt um tilgang áhættumats og úrvinnslu þess. Veitt er ráðgjöf um eftirfylgni og aðstoð við hana eftir því sem er óskað.